Þórarinn ræðir við Arndísi Önnu Kristínar- Gunnarsdóttur um flóttafólk, landamærin og skipulagða afbrotahópa. Arndís telur að alið sé á ótta með því að blanda þessum atriðum saman og að dómsmálaráðherra hafi aukið tortryggni gagnvart erlendu fólki með sinni orðræðu.
Hún segir að fleiri stjórnmálamenn á borð við Snorra Másson hafi skaðað stöðu flóttafólks og að í praktík sé hann að tala fyrir dauðarefsingum þegar hann segir að flytja eigi flóttafólk til síns heima.
Arndís segir að til þess að takast á við óumflýjanlegan vanda sem öll landsbyggðin sé að glíma við þurfi að taka á þessum málaflokki með mannúð. Ellegar verði staðan verri og enn ólíklegra að fólk aðlagist.
- Hefðu ISIS liðinn og Kourani átt að vera fjarlægðir úr landi?
- Elur dómsmálaráðherra á hatri gegn útlendingum?
- Hvaða áhrif mun fangelsisvistun brottvísaðra einstaklinga hafa?
Þessum spurningum er svarað hér.
Published on 2 weeks, 5 days ago
If you like Podbriefly.com, please consider donating to support the ongoing development.
Donate