Þórarinn ræðir við Björgvin Inga Ólafsson og Sigurð Stefánsson um það hvernig megi leysa húsnæðisvandann. Rætt er um skipulagsmál, forgangsröðun, markmið, pólitíska eftirspurn, flöskuhálsana, fæðingartíðni, lóðaskort, félagsleg vandamál og margt fleira.
Björgvin og Sigurður telja báðir að staðan í dag sé afar slæm og ef fram fer sem horfir muni sífellt færri ungmennum takast að fjárfesta í þaki yfir höfuðið.
Sigurður bendir á að lífshlaup þeirra sem haldast á leigumarkaði út ævina sé töluvert frábrugðnara þeirra sem tekst að kaupa sitt eigið húsnæði. Þetta geti valdið auknum vandamálum í félagslegum kerfum og að lokum umtalsvert verra samfélagi. Hann telur að teikn séu á lofti og að það hrikti í samfélagssáttamálanum.
Björgvin leggur sérstaka áherslu á fæðingartíðni en hann segir að óháð fasteignamarkaðnum séu óveðurský framundan ef stjórnvöldum tekst ekki að búa til hvata fyrir fólk að eignast börn. Hann bendir á að í dag séu um fimm skattgreiðendur fyrir hvern ellilífeyrisþega en eftir fáa áratugi muni sú tala verða tveir skattgreiðendur fyrir hvern ellilífeyrisþega.
Þremenningarnir leggja fram ráð í lok þáttarins sem þeir telja að geti komið til móts við ofangreind vandamál.
Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:
www.pardus.is/einpaeling
eða
Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270
Samstarfsaðilar:
Poulsen
Happy Hydrate
Bæjarins Beztu Pylsur
Alvörubón
Fiskhúsið
Published on 4 days, 20 hours ago
If you like Podbriefly.com, please consider donating to support the ongoing development.
Donate