Podcast Episode Details

Back to Podcast Episodes
#453 Margrét Valdimarsdóttir - Þróun innflytjendamála á Íslandi

#453 Margrét Valdimarsdóttir - Þróun innflytjendamála á Íslandi



Þórarinn ræðir við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og kennara við Háskóla Íslands. Í þættinum er rætt um afbrot innflytjenda og hælisleitenda sérstaklega og breytta sviðsmynd á Íslandi í þeim efnum. Sérstök áhersla er lögð á áhrif umræðunnar og hvernig óþol hefur aukist á Íslandi gagnvart menningartengdum breytingum. 


Fjallað er um spurningar sem vakna þegar hópar taka sig saman á borð við Skjöld Íslands en Margrét nefnir í viðtalinu að þetta sé keimlík þeirri þróun sem hefur átt sér á stað á Norðurlöndunum þar sem sífellt harkalegar er tekist á um umrædd mál.


Margrét telur að tölulegar upplýsingar sem birtast þurfi að setja í samhengi við aðra tölfræði og að varhugavert sé þegar upplýsingum er beitt til þess að koma óorði á ákveðna hópa og mála upp dekkri mynd heldur en raunverulega er fyrir hendi.


- Afhverju notaði Skjöldur Íslands járnkrossinn sem sitt merki?
- Verður sænski veruleikinn eiga sér stað hér á landi?
- Eru hægri hlaðvörp að ýta undir hræðsluáróður?


Hér er þessum spurningum svarað.

Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á:

www.pardus.is/einpaeling 

eða 

Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: 

Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 

Samstarfsaðilar: 
Poulsen 
Happy Hydrate 
Bæjarins Beztu Pylsur 
Alvörubón 
Fiskhúsið


Published on 3 weeks, 2 days ago






If you like Podbriefly.com, please consider donating to support the ongoing development.

Donate