Episode Details

Back to Episodes
54. Hvað geymir líkaminn þinn? (Þungamálmar, heildræn tannlæknastofa og munurinn á lífinu í USA og á Íslandi). Sigríður Friðriksdóttir

54. Hvað geymir líkaminn þinn? (Þungamálmar, heildræn tannlæknastofa og munurinn á lífinu í USA og á Íslandi). Sigríður Friðriksdóttir

Season 2 Episode 54 Published 1 year, 5 months ago
Description

Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Friðriksdóttur eða Siggu eins og hún er alltaf kölluð. Sigga er hjúkrunarfræðingur, búsett í Bandaríkjunum og starfar á heildrænni tannlæknastofu. Þar er hún með heilsu- og næringarþjálfun auk þess að gera alls konar mælingar á skjólstæðingum sínum, t.d. að taka og greina blóðprufur, skanna fyrir þungamálmum í líkamanum og fleira. 

Sigga bendir á að góð munnheilsa/tannheilsa skiptir miklu máli fyrir alhliða heilsu og getur meira að segja minnkað líkur á hjarta og æðasjúkdómum.

Hún segir okkur einnig frá því hvernig líf í Bandaríkjunum er frábrugðið lífinu á Íslandi og kemur með mörg góð ráð til að bæta heilsu okkar bæði með mataræði og lífsstíl. 

Ég minni á gjafaleikinn á Instagram þar sem þú getur unnið glæsilegan gjafapakka frá Heilsuhillunni og Heilsumarkþjálfun hjá mér. Vítamínin sem Sigga mælir með að taka fást öll í heilsuhillum Nettó.

Við Sigga kíktum svo auðvitað á Spíruna þegar hún var hérna á klakanum og hún var yfir sig hrifin að geta fengið svona góðan og næringarríkan mat á góðu verði í dásamlegu umhverfi.  

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

Listen Now

Love PodBriefly?

If you like Podbriefly.com, please consider donating to support the ongoing development.

Support Us