Episode Details

Back to Episodes
12. Hvað er fjárhagsleg heilsa og fjárhagslegt heilbrigði? Björn Berg Gunnarsson

12. Hvað er fjárhagsleg heilsa og fjárhagslegt heilbrigði? Björn Berg Gunnarsson

Season 1 Episode 12 Published 2 years, 3 months ago
Description

Ég minni hlustendur hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum að  með því að nota kóðann "heilsuerla" og fáið þið 20% afslátt af Under Armour og Mizuno vörum í Altis Bæjarhrauni, Altis.is og Under Armour verslun í Kringlunni út október 2023.

Í þættinum ræðir Erla við Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðing með meiru um fjárhagslega heilsu og hvað fjárhagslegt heilbrigði er og hvað það er ekki og hvernig fjármál geta haft áhrif á almenna heilsu okkar.

Björn bendir á mikilvægi þess að nálgast fjármál þannig að við eigum í heilbrigðu sambandi við peninga og tökum fjármál okkar alvarlega. Vera til dæmis búin að búa okkur undir eitthvað í stað þess að ,,bregðast bara við" óvæntum og /eða skipulögðum uppákomum um leið og þær gerast.

Björn er afkastamikill greina- og pistlahöfundur í prent- og vefmiðlum og reglulegur gestur í útvarpi og sjónvarpi sem álitsgjafi og til að útskýra fjármál og efnahagsmál á einföldu og skýru máli. Hann hefur vakið athygli fyrir létta og aðgengilega framsögu og framsetningu og er eftirsóttur kennari og fyrirlesari hjá endurmenntunarstöðvum, skólum og stofnunum.

Áhugasamir geta fylgt Birni á bjornberg.is og á Instagram


Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

Listen Now

Love PodBriefly?

If you like Podbriefly.com, please consider donating to support the ongoing development.

Support Us