Episode Details

Back to Episodes
8. Breytingaskeið kvenna og heilsa. Halldóra Skúladóttir

8. Breytingaskeið kvenna og heilsa. Halldóra Skúladóttir

Season 1 Episode 8 Published 2 years, 4 months ago
Description

Í þættinum ræðir Erla við Halldóru Skúladóttur, eigenda Kvennaráð.is um breytingaskeið kvenna og áhrif þess á heilsu okkar. Þátturinn á erindi til allra, bæði kvenna og karla til þess að skilja þetta tímabil í lífi kvenna. 

Breytingaskeiðið er tímabil í lífi allra kvenna sem er oft tengt vanlíðan vegna þeirra einkenna sem því fylgja. Á breytingaskeiði gera ýmis einkenni og kvillar vart við sig vegna breytinga á hormónum í kvenlíkamanum.

Því miður er þekking almennings á breytingaskeiðinu oft lítil og umræðan hálfgert tabú en sem betur fer hefur umræðan þó aukist á síðust árum.

Eins og Halldóra segir á heimasíðu sinni: Helmingur mannkyns fer í gegnum þetta lífsskeið hvort sem þeim líkar það betur eða verr, í gegnum árin hefur þessu skeiði fylgt skömm, fordómar og fáfræði sem hefur haft í för með sér að margar konur þjást í einrúmi, eiga erfitt með að leita sér aðstoðar og/eða fá ranga greiningu og meðferð, detta út af vinnumarkaði, flosna úr hjónaböndum/samböndum og hreinlega gefast upp á sjálfri sér.
 
Áhugasamir geta einnig fylgt Halldóru á Instagram

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

Listen Now

Love PodBriefly?

If you like Podbriefly.com, please consider donating to support the ongoing development.

Support Us