Podcast Episode Details

Back to Podcast Episodes
Fréttahornið: Fall Silicon Valley Bank. Hvernig bregst rafmyntamarkaðurinn við?

Fréttahornið: Fall Silicon Valley Bank. Hvernig bregst rafmyntamarkaðurinn við?


Season 1 Episode 2


Óhætt er að segja að atburðarás síðustu daga hafi valdið titringi á fjármálamörkuðum, en þrír bankar, Silvergate Capital, Silicon Valley Bank og New York Signature Bank, hafa allir fallið vestanhafs. Yfirvöld þar í landi hafa stigið inn í og tryggt allar innstæður bankanna að fullu. Þessir bankar hafa verið áberandi fyrir að þjónusta fyrirtæki í rafmyntageiranum, meðal annars Circle sem heldur utan um USDC.

Hvaða áhrif mun þetta koma til með að hafa? Af hverju hefur rafmyntamarkaðurinn rokið upp í kjölfarið? Hvað gerðist með USDC?

Um þessi atriði er fjallað í fréttahorni hlaðvarps Myntkaupa. Fréttahornið verður reglulegur liður þar sem fjallað er um mikilvæga viðburði í rafmyntaheiminum í suttu og hnitmiðuðu máli.  Þátturinn er aðeins um fjórar mínútur og er samantekt á því helsta. Ekki er víst að öll kurl séu komin til grafar og má því vænta frekari og ítarlegri umfjöllun síðar í hlaðvarpi Myntkaupa.


Published on 2 years, 9 months ago






If you like Podbriefly.com, please consider donating to support the ongoing development.

Donate